Englandsbanki hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5%. Verðbólga stóð í stað í síðasta mánuði og er enn 2,2%. Talan er rétt yfir 2% markmiði bankans en Andrew Bailey, seðlabankastjóri, hefur sagst vera hikandi við að lækka vexti.

Hagfræðingar og fjárfestar hafa búist við því að vextir myndu haldast óbreyttir og að bankinn myndi frekar kjósa um lækka þá í nóvember.

Rob Wood, aðalhagfræðingur á hagrannsóknarstofunni Pantheon Macroeconomics, sagði í viðtali við BBC að það væri lítil ástæða til að flýta fyrir vaxtalækkun.

„Við ættum að geta lækkað vexti hægt og rólega á næstunni en það er mjög mikilvægt að verðbólga haldist lág, þannig við þurfum að fara varlega í að lækka ekki of hratt eða of mikið,“ segir Andrew Bailey.