Bandaríski seðlabankinn tilkynnti í dag um 0,5 prósentu vaxtahækkun og verða stýrivexti bankans nú á bilinu 4,25%-4,50%. Stýrivextir í Bandaríkjunum hafa ekki verið hærri í 15 ár.

Hækkunin er í samræmi við væntingar markaðarins. Bankinn hafði fyrir ákvörðuninni í dag hækkað stýrivexti um 75 punkta fjórum sinnum í röð.

Bankinn gaf til kynna að von sé á frekari hækkunum á næstu fundum peningastefnunefndarinnar.

Ársverðbólga í Bandaríkjunum mældist 7,1% í nóvember samanborið við 7,7% í október. Kjarnaverðbólga hjaðnaði sömuleiðis úr 6,3% í 6,0%.