Bandaríski seðlabankinn hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 0,75 prósentur og verða þeir nú á bilinu 2,25%-2,5%. Samhljómur var hjá öllum tólf nefndarmönnum peningastefnunefndar bankans um 75 punkta hækkun.
Seðlabankinn hefur nú hækkað vexti um 150 punkta á sex vikum en bankinn hækkaði einnig vexti um 0,75 prósentur um miðjan júní, sem var þá mesta hækkun vaxta í einu skrefi hjá bankanum frá árinu 1994.
Sjá einnig: Ekki meiri verðbólga í Bandaríkjunum frá 1981
Ársverðbólga í Bandaríkjunum mældist 9,1% í síðasta mánuði og hefur ekki verið meiri frá því í desember 1981.