Englandsbanki, seðlabanki Bretlands, lækkaði stýrivexti í dag um 0,25 prósentustig, úr 4,75% í 4,5%. Tveir af níu nefndarmönnum peningastefnunefndar hefðu viljað sjá bankann lækka vexti enn meira eða um hálfa prósentu.

Um er að ræða þriðju vaxtalækkun Englandsbanka frá því að hann hóf vaxtalækkunarferli í ágúst síðastliðnum.

Hagfræðingar sem tóku þátt í könnun Retuers í síðasta mánuði gerði ráð fyrir Englandsbanki myndi ráðast í fjórar 0,25 prósenta lækkanir í ár og fara þannig með stýrivexti niður í 3,75%. Verðlagning á skuldabréfamörkuðum gefur til kynna að markaðsaðilar eigi fremur von á að bankinn lækki vexti niður í 4% í ár.

Seðlabankinn færði niður hagvaxtarspá sína og gerir núna ráð fyrir að hagkerfið muni aðeins rétt sleppa við tæknilega kreppa á næstu mánuðum, að því er segir í umfjöllun SkyNews. Spáin gerir ráð fyrir að breska hagkerfið hafi dregist saman um 0,1% á fjórða ársfjórðungi 2024.