Styrk­ás ehf., fé­lag í 69,64% eigu SKEL fjár­festinga­fé­lags hf., undir­ritaði í dag sam­komu­lag um helstu skil­mála kaup­samnings vegna kaupa á 100% hluta­fjár í sex dóttur­fé­lögum Máttar­stólpa ehf.

Þetta kemur fram í Kaup­hallar­til­kynningu frá Skel en fé­lögin sex eru:

  • Stólpi Gámar ehf., kt. 4601211590, Kletta­görðum 5, 104 Reykja­vík;
  • Stólpi Smiðja ehf., kt. 4601211750, Kletta­görðum 5, 104 Reykja­vík;
  • Kletta­skjól ehf., kt. 4601210510, Kletta­görðum 5, 104 Reykja­vík;
  • Stólpi ehf., 460121-0430, Kletta­görðum 5, 104 Reykja­vík;
  • Tjóna­þjónustan ehf., kt. 460121-1670, Kletta­görðum 5, 104 Reykja­vík;
  • Al­kul ehf., kt. 491020-0830, Hauk­dæla­braut 48, 113 Reykja­vík;

Heildarvirði 3,5 milljarðar

Í til­kynningu segir að fé­lögin sex verði sem fyrr rekin á sam­stæðu­grunni.

Heildar­virði hins selda sam­kvæmt sam­komu­lagi er sam­tals 3.548 milljónir króna. Að frá­dregnum á­ætluðum yfir­teknum skuldum nemur kaup­verð eigin fjár hins selda 2.970 milljónum króna.

Við af­hendingu hins selda verður 55% af kaup­verði eigin fjár hins selda greitt með reiðu­fé og 45% greitt með selj­enda­láni og nýjum hlutum í Styrk­ási.

„Með kaupum á Stólpa Gámum og tengdum fé­lögum er mikil­vægt skref stigið til að út­víkka þjónustu Styrk­áss og byggja upp þriðja kjarnann í rekstri fé­lagsins. Stólpi Gámar er leiðandi í gáma- og hús­eininga­lausnum fyrir at­vinnu­lífið og ein­stak­linga, gáma­við­gerðum og tjóna­þjónustu fyrir trygginga­fé­lög. Mikil tæki­færi eru til staðar til að byggja ofan á þann góða rekstur sem Ás­geir Þor­láks­son og sam­starfs­fólk hans hefur byggt upp og auka enn frekar þjónustu við við­skipta­vini,” segir Ásmundur Tryggvason í tilkynningunni.

Sam­komu­lagið er gert með fyrir­vara um að aðilar nái saman um endan­legan kaup­samning vegna við­skiptanna, fjár­mögnun, niður­stöðu á­reiðan­leikakannana og sam­þykki Sam­keppnis­eftir­lits.

Ás­mundur Tryggva­son var ráðinn for­stjóri Styrk­áss í byrjun októ­ber en Styrk­ás er ný­legt þjónustu­fyrir­tæki sem í dag saman­stendur af Skeljungi og Kletti.

Sam­hliða ráðningunni til­kynnti fé­lagið um mark­mið sín að innri og ytri vexti Styrk­áss með því að út­víkka og efla þjónustu við at­vinnu­lífið á sviði orku og efna­vöru, tækja og búnaðar, um­hverfis, iðnaðar og eigna­um­sýslu.

Á markað fyrir árslok 2027

Í hálfs­árs­upp­gjöri Skeljar kom fram að Horn IV slhf., sem er fram­taks­sjóður í stýringu Lands­bréfa, hafi tekið þátt í hluta­fjár­aukningu í Styrk­ási að upp­hæð 3,5 milljarða króna og varð Styrk­ás í kjöl­farið eignar­halds­fé­lag um allt hluta­fé í Skeljungi og Kletti – sölu og þjónustu.

Styrk­ás er nú í 69,64% eigu SKEL fjár­festingar­fé­lags hf. og 29,54% eigu Horns IV slhf., fram­taks­sjóðs í stýringu Lands­bréfa.

Mark­mið hlut­hafa er að skrá alla hluti í fé­laginu á skipu­legan markað í Kaup­höll Ís­lands fyrir árs­lok 2027.

„Stólpi ehf. hóf starf­semi sína 1974. Ég tók við sem aðal­eig­andi og fram­kvæmda­stjóri fé­lagsins af föður mínum árið 1999 og síðan hafa önnur fé­lög bæst við sam­stæðuna. Nú er komið að því að aðrir taki við keflinu og leiði á­fram­haldandi upp­byggingu fé­lagsins. Ég er sann­færður um að fram­tíðin sé björt enda hefur fé­lagið á að skipa úr­vals hópi starfs­fólks og býr að traustum við­skipta­sam­böndum til ára­tuga. Á­fram verð ég þátt­takandi í veg­ferð fé­lagsins sem hlut­hafi í Styrk­ási og hlakka til sam­starfsins við nýja eig­endur,” segir Ás­geir Þor­láks­son, stjórnar­for­maður og eig­andi Máttar­stólpa.