„Í gegnum tíðina hefur orkuþörfin tvöfaldast með reglulegu tímabili. Miðað við nýja greiningu úr Grænbók um stöðu og áskoranir Íslands í orkumálum þarf að tvöfalda raforkuframboðið til ársins 2040, ef markmið um jarðefniseldsneytis- og kolefnishlutlaust Ísland á að nást í tæka tíð. Þetta mun reyna bæði á orkuframleiðsluna en ekki síður á flutnings- og dreifikerfin,“ segir Páll Erland, framkvæmdastjóri Samorku.
Hann segir stöðuna í orkumálum í dag vera með þeim hætti að ekki sé verið að uppfylla núverandi eftirspurn eftir raforku. „Það má lítið út af bregða til að það þurfi hreinlega að skerða afhendingu á raforku, eins og þurfti að gera í vetur.“
Páll segir flutnings- og dreifikerfin gegna lykilhlutverki í því að skila raforkunni frá virkjunum og til notandans og samfélagsins alls. Landsnet sér um flutningskerfið og er með sérleyfi til þess hér á landi. Fyrirtækin sem sjá um dreifikerfið eru Veitur, HS Veitur, Norðurorka, RARIK og Orkubú Vestfjarða. Hann bendir á þá staðreynd að ef tvöfalda á orkuframleiðslu, tvöfaldast þar með álagið á flutnings- og dreifikerfunum um leið. Þannig sé það ekki síður stærra verkefni að uppfæra flutnings- og dreifikerfin til að allir geti treyst á innlendan grænan orkugjafa hvenær og hvar sem er.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði