Bakkagrandi, félag í eigu Styrmis Þórs Bragasonar, fyrrverandi forstjóra Arctic Adventures, hagnaðist um 723 milljónir króna árið 2023, samanborið við 9 milljóna tap árið áður.
Mestu munaði um sölu félagsins á 9,5% hlut í Arctic Adventures, þar sem Stoðir hf. var kaupandi, en virði eignarhlutarins nam 614 milljónum í lok árs 2022. Eigið fé Bakkagranda nam í lok árs 2023 tæplega 1,5 milljörðum króna en nam 896 milljónum ári áður.
Bakkagrandi fer í dag með 22,15% hlut í Alaska Travel Holding ehf., sem stofnað var árið 2023, en Styrmir er meðal fjárfesta í sjóði sem byggir upp nýja samstæðu ferðaþjónustufyrirtækja í Alaska-ríki Bandaríkjanna.
Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu sem kom út 8. janúar 2025.