Meta, móður­fyrir­tæki Face­book, hefur unnið að nýju for­riti tengdu Insta­gram þar sem not­endur geta varpað fram stuttum smá­skila­boðum til fylgj­enda sinna og annarra.

For­ritið er hannað til að fara í sam­skipti við Twitter sem hefur átt erfitt upp­dráttar eftir að Elon Musk keypti miðilinn í fyrra.

Sam­kvæmt BBC er nýi samfélagsmiðilinn frá Meta kominn á loka­stig og hafa starfs­menn fyrir­tækisins fengið að prófa.

Not­endur eiga að geta fært fylgj­endur sína af Insta­gram yfir á nýja for­ritið. Þá verður einnig hægt að færa fylgj­endur af Mastodon.

Nýja for­ritið hefur ekki enn fengið nafn og er kallað P92 eða Barcelona innan veggja Meta. Reiknað er með að það verði að­gengi­legt al­menningi í sumar.