Ríkisstjórn Suður-Kóreu hefur tilkynnt fleiri milljarða dala neyðarpakka sem hefur það markmið að koma bílaiðnaði landsins til bjargar í ljósi tollastríðs Donalds Trumps Bandaríkjaforseta.
Aðstoðin kemur frá suðurkóreska viðskiptaráðuneytinu en hún felur meðal annars í sér fjárhagsaðstoð, skattaívilnanir og styrki til bílaframleiðenda.
Á síðu WSJ segir að Trump og Han Duck-soo forseti Suður-Kóreu hafi talast saman í síma í gær en samningaaðilar beggja landa munu einnig hittast í Washington í þessari viku.
Suðurkóreska viðskiptaráðuneytið hefur sagt að 25% tollurinn, sem var nýlega lagður á alla bíla og varahluti sem fluttir eru til Bandaríkjanna, muni valda verulegu tjóni fyrir suðurkóreska bílaiðnaðinn.
Hyundai Motor og Kia munu einnig vinna saman til að mynda sérstakan sjóð fyrir bílaframleiðendur til að tryggja sér lán og skuldabréf á auðveldari hátt. Skattar á nýjum bílum verða jafnframt lækkaðir úr 5% niður í 3,5%.