Verk­taka­fyrir­tækið Suður­verk hagnaðist um 410 milljónir á síðasta rekstrar­ári sam­kvæmt ný­birtum árs­reikningi fé­lagsins. Mun það vera tölu­verð aukning á milli ára en fé­lagið hagnaðist um 140 milljónir í fyrra.

Tekjur fé­lagsins jukust um 23% frá fyrra ári og námu 3,76 milljörðum króna. Sam­kvæmt árs­reikningi skýrist aukningin aðal­lega af góðri verk­efna­stöðu á árinu.

Á móti hækkuðu rekstar­gjöld og laun en rekstar­gjöld ársins námu 3,23 milljörðum króna í fyrra saman­borið við 2,9 milljarða árið 2022.

Verk­taka­fyrir­tækið Suður­verk hagnaðist um 410 milljónir á síðasta rekstrar­ári sam­kvæmt ný­birtum árs­reikningi fé­lagsins. Mun það vera tölu­verð aukning á milli ára en fé­lagið hagnaðist um 140 milljónir í fyrra.

Tekjur fé­lagsins jukust um 23% frá fyrra ári og námu 3,76 milljörðum króna. Sam­kvæmt árs­reikningi skýrist aukningin aðal­lega af góðri verk­efna­stöðu á árinu.

Á móti hækkuðu rekstar­gjöld og laun en rekstar­gjöld ársins námu 3,23 milljörðum króna í fyrra saman­borið við 2,9 milljarða árið 2022.

Í árs­lok voru eignir fé­lagsins bók­færðar á 2,4 milljarða saman­borið við 1,7 milljarða í árs­lok 2022 en fjár­festing ársins í rek­star­fjár­munum námu 387 milljónum á árinu.

Eigið fé fé­lagsins í árs­lok var 1,77 milljarðar að með­töldu hluta­fé fé­lagsins að fjár­hæð 10 milljónir.

Fé­lagið er í jafnri eigu Dofra Ey­steins­sonar og Matt­hildar Andrés­dóttur. Stjórn fé­lagsins leggur til við aðal­fund að greiddar verði 170 milljónir í arð.