Eigendur Figo eru þau Sigurður Ólason, Stella Þórðardóttir, Frímann Ægir Frímannsson og Sigríður Sveinbjörnsdóttir. Þau eru nú að leggja lokahendur á nýjasta pizzastað Hafnarfjarðar og segjast mjög spennt fyrir framhaldinu.

Figo er til húsa í hinu sögufræga Drafnarhúsi að Strandgötu 75, en Hafnfirðingar þekkja húsið undir því nafni.

„Við erum búin að vera að vinna í að endurnýja rýmið hérna undanfarna 18 mánuði og er óhætt að segja að nánast allt hafi verið endurnýjað. Við opnuðum núna í byrjun janúar en til að byrja með verður aðeins hægt að taka pizzurnar með sér heim. Svo verðum við líka í samstarfi við Wolt og fer það af stað núna í þessari viku,“ segir Sigurður.

Þau segja að allt súrdeig fyrir pizzurnar sé gert frá grunni en á Figo starfa þrír Ítalir. Sigurður segir að þeir notist allir við hina hefðbundnu súrdeigsgerð eins og þeir eru vanir frá heimalandi sínu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.