Svan­dís Svavars­dóttir mat­væla­ráð­herra hefur á­kveðið að leyfa hval­veiðar að nýju en með ströngum skil­yrðum. Með reglugerðinni er brugðist við niðurstöðum eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar um veiðar á langreyðum árið 2022.

Líkt og kunnugt er stöðvaði Svan­dís Svavars­dóttir hval­veiðar í sumar með frestun til 1. septem­ber sem ber upp á morgun og mun vertíðin þá hefjast.

Á­kvörðun Svan­dísar olli mikilli ólgu innan ríkis­stjórnarinnar enda var hval­veiða­bann hvergi nefnt í stjórnar­sátt­mála.

Svan­dís á­kvað að stöðva veiðar tíma­bundið á grund­velli skýrslu fagráðs um vel­ferð dýra en að mati ráðsins voru hval­veiðar ekki í sam­ræmi við lög um vel­ferð dýra.

„Skil­yrði laga um vel­ferð dýra eru ó­frá­víkjan­leg í mínum huga, geti stjórn­völd og leyfis­hafar ekki tryggt kröfur um vel­ferð á þessi starf­semi sér ekki fram­tíð,“ sagði Svan­dís þegar á­kvörðunin var kynnt.

Aðspurð um hvort ákvörðun Hollywood-leikara að sniðganga Ísland ef hvalveiðar verði leyfðar segir ráðherra að slíkt sé ekki á hennar borði. „Við erum alltaf með heildarmyndina undir, en það sem heyrir undir mína löggjöf er velferð dýra.“

Ákvörðunin lagalega tæp

Sam­kvæmt lög­fræði­á­liti LEX lög­manns­stofu sem Sam­tök fyrir­tækja í sjávar­út­vegi (SFS) lét vinna fór á­kvörðun ráð­herra í bága við lög og ekki reist á nægjan­lega traustum laga­grund­velli.

SFS leitaði eftir á­liti frá LEX degi eftir á­kvörðun Svan­dísar var kynnt, 20. júní.

„Afar hæpið verður að teljast að á­kvæði 4. gr. laga nr. 26/1949 um hval­veiðar færi ráð­herra heimild til að setja reglu­gerð sem stöðvar í reynd veiðar á lang­reyðum fyrir­vara­laust eða kemur bein­línis í veg fyrir að veiði­rétt­hafar geti nýtt réttindi sín. Á­kvörðun ráð­herra var því ekki reist á við­hlítandi laga­heimild sem stenst kröfur 75. gr. stjórnar­skrárinnar, sbr. og 72. gr. Stjórnar­skrár,“ segir í niður­stöðu kafla á­litsins.

Í á­litinu segir einnig að fyrir­mæli ráð­herra, í formi reglu­gerðar, um tíma­bundið hval­veiði­bann, sem úti­lokar nær al­farið starf­semi leyfis­hafa á árinu 2023, án fyrir­vara eða að­lögunar­tíma, standist vart þær kröfur sem leiða af megin­reglunni um stjórn­skipu­legt meðal­hóf.