Svan­dís Svavars­dóttir mat­væla­ráð­herra hefur á­kveðið að stöðva tíma­bundið veiðar á lang­reyðum, fram til 31. ágúst. Þetta kemur fram á vef stjórnar­ráðsins.

Ný­lega birtist eftir­lits­skýrsla Mat­væla­stofnunar um vel­ferð hvala við veiðar á lang­reyðum en þar kom fram að af­lífun dýranna hafi tekið of langan tíma, út frá megin­mark­miðum laga um vel­ferð dýra.

„Mat­væla­stofnun fól í kjöl­farið fagráði um vel­ferð dýra að meta hvort veiðarnar geti yfir­höfuð upp­fyllt mark­mið laga um vel­ferð dýra. Álit fagráðsins barst mat­væla­ráðu­neytinu 19. júní og niður­staða þess er að sú veiði­að­ferð sem beitt er við veiðar á stór­hvelum sam­ræmist ekki lögum um vel­ferð dýra,“ segir á vef Stjórnar­ráðsins.

Niður­staða fagráðsins hafði á­hrif á á­kvörðun ráð­herra um að fresta upp­hafi hval­veiði­ver­tíðarinnar „þannig að ráð­rúm gefist til þess að kanna hvort unnt sé að tryggja að veiðarnar fari fram í sam­ræmi við á­kvæði laga um vel­ferð dýra.“

„Ég hef tekið á­kvörðun um að stöðva hval­veiðar tíma­bundið í ljósi af­dráttar­lauss á­lits fagráðs um vel­ferð dýra,” er haft eftir mat­væla­ráð­herra í til­kynningu.

„Skil­yrði laga um vel­ferð dýra eru ó­frá­víkjan­leg í mínum huga, geti stjórn­völd og leyfis­hafar ekki tryggt kröfur um vel­ferð á þessi starf­semi sér ekki fram­tíð.“

Ráðu­neytið mun kanna mögu­legar úr­bætur og laga­leg skil­yrði þess að setja frekari tak­markanir á veiðarnar á grund­velli laga um vel­ferð dýra og laga um hval­veiðar á komandi mánuðum og leita á­lits sér­fræðinga og leyfis­hafa í því skyni.