Stafræna markaðsstofan Svartigaldur hefur hlotið viðurkenninguna Google Premier Partner fyrir árið 2025 og er eina íslenska auglýsingastofan sem hlýtur þessa eftirsóttu viðurkenningu í ár.
Aðeins 3% af öllum samstarfsfyrirtækjum Google á heimsvísu hljóta þennan titil en þetta er fjórða árið í röð sem Svartigaldur fær þessa viðurkenningu.
Titillinn er veittur fyrirtækjum sem sýna framúrskarandi árangur í Google Ads-herferðum, hámarka árangur fyrir viðskiptavini sína og sýna sérþekkingu á sviði stafrænnar markaðssetningar.
„Þetta er mikil viðurkenning á þeirri stefnu og hugmyndafræði sem við höfum fylgt, þar sem við leggjum áherslu á snjallar og gagnadrifnar lausnir fyrir viðskiptavini okkar. Að fá þessa viðurkenningu í ár sýnir styrk teymisins okkar og þá sérfræðiþekkingu sem við bjóðum viðskiptavinum okkar,“ segja eigendur Svartigaldur, Ágúst Óli Sigurðsson og Þór Matthíasson.
Í tilkynningu segir að Premier Partner-viðurkenningin veiti Svartagaldri beinan aðgang að nýjum tólum og lausnum frá Google áður en þær fara í almenna notkun, aukið aðgengi að sérfræðiráðgjöf hjá Google og tækifæri til að taka þátt í sérstökum viðburðum Google fyrir samstarfsaðila.