Hluta­bréfa­verð Ís­lands­banka byrjaði vikuna á að hækka um 3,5% í við­skiptum mánu­dagsins en gengið hefur síðan lækkað um rúm 3% síðustu tvo daga.

Dagsloka­gengi Ís­lands­banka var 112,5 krónur eftir um 311 milljón króna við­skipti.

Gengi bankans tók veru­lega við sér um miðjan septem­ber og fór úr rúm­lega 98 krónum í 117 krónur á tæpum þremur vikum. Sam­svarar það um 19% hækkun.

Á síðustu vikum hefur fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið á­samt fjár­mála­ráð­gjöfum unnið að því að undir­búa sölu á helmingi alls hlutar ríkisins í bankanum.

Ríkið á um 850 milljón hluti í Ís­lands­banka sem sam­svarar um 42,5% hlut en til stóð að selja um helming allra hluta ríkisins fyrir árs­lok og síðan yrði eftir­standandi hlutur seldur á næsta ári.

Hluta­bréfa­verð Ís­lands­banka byrjaði vikuna á að hækka um 3,5% í við­skiptum mánu­dagsins en gengið hefur síðan lækkað um rúm 3% síðustu tvo daga.

Dagsloka­gengi Ís­lands­banka var 112,5 krónur eftir um 311 milljón króna við­skipti.

Gengi bankans tók veru­lega við sér um miðjan septem­ber og fór úr rúm­lega 98 krónum í 117 krónur á tæpum þremur vikum. Sam­svarar það um 19% hækkun.

Á síðustu vikum hefur fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið á­samt fjár­mála­ráð­gjöfum unnið að því að undir­búa sölu á helmingi alls hlutar ríkisins í bankanum.

Ríkið á um 850 milljón hluti í Ís­lands­banka sem sam­svarar um 42,5% hlut en til stóð að selja um helming allra hluta ríkisins fyrir árs­lok og síðan yrði eftir­standandi hlutur seldur á næsta ári.

Sam­kvæmt svörum fjár­mála­ráðu­neytisins við fyrir­spurn Við­skipta­blaðsins liggur ekki á­kvörðun fyrir um hvort ráðist verður í sölu á hlutum ríkisins í bankanum fyrir árs­lok.

Hluta­bréf í Öl­gerðinni leiddu hækkanir á aðal­markaði í dag er gengi drykkjar­fram­leið­andans fór upp um rúm 3% í við­skiptum dagsins. Gengi Öl­gerðarinnar hefur lækkað tölu­vert í októ­ber­mánuði en Öl­gerðin birti árs­hluta­upp­gjör á dögunum þar sem af­komu­spá fyrir árið var lækkuð.

Dagsloka­gengi Öl­gerðarinnar er 16,6 krónur eftir hækkanir dagsins.

Gengi Icelandair hækkaði einnig um 3% í við­skiptum dagsins en hluta­bréfa­verð flug­fé­lagsins hefur nú hækkað um 38% síðast­liðinn mánuð.

Verðið á Brent hrá­olíu hélt á­fram að lækka í dag og hefur tunnan farið úr 77 dölum í 74 dali síðustu fimm við­skipta­daga sem sam­svarar um 4% lækkun.

Úr­vals­vísi­talan OMXI15 lækkaði um 0,08% í dag og var heildar­velta á markaði 4,4 milljarðar.