Í fyrra voru öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu með neikvæða afkomu í A-hluta, og spilaði faraldurinn sinn þátt í því með lægri skatttekjum en ella vegna atvinnuleysis.

Þegar litið er til ársins 2022 lítur út fyrir að Garðabær verði eina bæjarfélagið með jákvæða afkomu á A-hlutanum miðað við þær útkomuspár sem hafa verið gefnar út. Þegar litið er til næsta árs er áætlað að flest sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu snúi blaðinu við og skili jákvæðri afkomu. Þá er áætlað að Hafnarfjörður verði með hæstu afkomu af A-hluta rekstursins, eða 591 milljónir króna, á næsta ári.

Reykjavík með hæsta skuldahlutfallið

Skuldahlutfall er fundið út með því að deila tekjum samstæðu í skuldir og skuldbindingar. Þegar litið er til skuldahlutfalls samstæðu sveitarfélaganna er Reykjavík efst, með 201% á síðasta ári og áætlað 197% á þessu ári. Borgarstjórn áætlar að hlutfallið lækki áfram á næsta ári og fari niður í 192%. Þá stefna Kópavogur, Hafnarfjörður og Mosfellsbær einnig á að lækka skuldahlutfallið sitt á næsta ári.

Samkvæmt fjárhagsáætlunum er áætlað skuldahlutfall Garðabæjar lægst allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu á næsta ári, eða 112%.

Úttektina má lesa í heild sinni í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.