Seðlabanki Svíþjóðar, Riksbank, lækkaði stýrivexti sína um 0,25 prósentustig, úr 2,75% í 2,5% í morgun og gaf jafnframt til kynna að hann gæti lækkað stýrivexti einu sinni til viðbótar á fyrri helmingi næsta árs.

Þetta er fimmta stýrivaxtalækkun Riksbank í ár. Peningastefnunefnd bankans segir í yfirlýsingu sinni að vextir bankans hafa lækkað hratt í ár og að áhrif peningastefnunnar komi gjarnan fram eftir smá töf. Þetta kalli á meira varkára nálgun á næstunni.

Nefndin segir að ef verðbólguhorfur haldist óbreyttar þá gæti hún lækkað stýrivexti bankans einu sinni til viðbótar á fyrri árshelmingi 2025.

Vaxtalækkunin var í samræmi við spár hagfræðinga samkvæmt könnunum Reuters og WSJ. Hagfræðingar sem tóku þátt í könnun Reuters höfðu spáð tveimur vaxtalækkunum til viðbótar á fyrri árshelmingi 2025 og að stýrivextir seðlabankans nái jafnvægi í kringum 2,0%.