Erik Thedéen, seðlabankastjóri Svíþjóðar, segir að Svíar megi búast við tveimur til þremur vaxtalækkunum til viðbótar á þessu ári. Seðlabankastjórinn sagði þetta í viðtali hjá CNBC en gat þó ekki lofað neinu og sagði að það þyrfti að fara varlega í málin.

Stýrivextir í Svíþjóð eru nú í 3,75% og hafa lækkað um 25 prósentustig síðan í maí þegar bankinn spáði fyrir um tvær stýrivaxtalækkanir á þessu ári.

Erik Thedéen, seðlabankastjóri Svíþjóðar, segir að Svíar megi búast við tveimur til þremur vaxtalækkunum til viðbótar á þessu ári. Seðlabankastjórinn sagði þetta í viðtali hjá CNBC en gat þó ekki lofað neinu og sagði að það þyrfti að fara varlega í málin.

Stýrivextir í Svíþjóð eru nú í 3,75% og hafa lækkað um 25 prósentustig síðan í maí þegar bankinn spáði fyrir um tvær stýrivaxtalækkanir á þessu ári.

„Verðbólguspá okkar bendir til að horfur verði góðar. Við erum nú þegar mjög nálægt markmiði okkar og spá okkar bendir til 2% verðbólgu á næstu mánuðum og árum,“ segir Thedéen.

Sænska hagkerfið hefur einnig stækkað og fór úr 0,2% samdrætti árið 2023 í 1,1% hagvöxt fyrir 2024. Vöxturinn var þá mun meiri en sérfræðingar gerðu ráð fyrir en þeir höfðu spáð 0,3% hagvexti á þessu ári og 1,7% vexti árið 2025.