Kínverjar um allan heim hafa orðið fyrir barðinu á vönduðum svikum þar sem svikahrappar þykjast vera meðlimir kínversku lögreglunnar. Glæpamennirnir setja sig í samband við fórnarlambið og saka það um glæpi sem það hefur ekki framið.

Fréttastöðin BBC hefur tekið málið til skoðunar og ræddi við bresk-kínversku konuna Helen Young en hún afhenti svikurunum allan lífeyrissparnað sinn.

Helen segist enn vera með martraðir eftir tveggja vikna ferlið þar sem svikarar, sem voru klæddir í kínverskum lögreglubúningum, létu hana trúa því að hún væri einn eftirsóttasti glæpamaður í Kína.

Kínverjar um allan heim hafa orðið fyrir barðinu á vönduðum svikum þar sem svikahrappar þykjast vera meðlimir kínversku lögreglunnar. Glæpamennirnir setja sig í samband við fórnarlambið og saka það um glæpi sem það hefur ekki framið.

Fréttastöðin BBC hefur tekið málið til skoðunar og ræddi við bresk-kínversku konuna Helen Young en hún afhenti svikurunum allan lífeyrissparnað sinn.

Helen segist enn vera með martraðir eftir tveggja vikna ferlið þar sem svikarar, sem voru klæddir í kínverskum lögreglubúningum, létu hana trúa því að hún væri einn eftirsóttasti glæpamaður í Kína.

Svikararnir voru tilbúnir með sönnunargögn sem virtust bendla hana við glæp sem hún vissi ekkert um. Mennirnir hótuðu svo að láta framselja hana til Kína þar sem hún yrði send í fangelsi ef hún greiddi ekki tryggingafé gegn því að fá að halda áfram að vera í Bretlandi.

„Mér líður pínu fáránlega núna, en á þessum tíma var enginn möguleiki að ég hefði getað vitað að þetta væri svindl. Þetta var svo sannfærandi,“ segir Helen.

Kínversk sendiráð um allan heim, þar á meðal aðrar stofnanir á borð við FBI í Bandaríkjunum, hafa gefið út opinberar viðvaranir um þetta svindl. Ein kona í Los Angeles er sögð hafa afhent 3 milljónir dala í þeirri trú að það myndi stöðva framsal hennar.

Vanalega byrjar svindlið þannig að fórnarlambið fær tiltölulega saklaust símtal. Maðurinn sem hafði samband við Helen sagði henni að lögreglan hefði stöðvað ólöglegan pakka sem var sendur í hennar nafni. Helen hafði ekki sent neitt en var sagt að hún yrði að leggja fram skýrslu ef hún héldi að einhver hefði stolið auðkenni hennar.

„Kínverjum eins og ég, sem fæddumst í Kína, er kennt að hlýða. Það þýðir að þegar flokkurinn biður mig eða foreldra mína að gera eitthvað þá er mjög sjaldgæft að við segjum nei,“ segir Helen sem bað þó um sönnun. Svikararnir birtust í einkennisbúningum í gegnum myndbandssímtal og sýndu henni það sem leit út eins og lögreglustöð.

Mál sem þessi eru ekki ný af nálinni en Viðskiptablaðið skrifaði í október í fyrra um kvikmynd sem fjallaði um svipað mál. Starring Jerry as Himself, sem sýnd var í Bíó Paradís, fjallar um líf Jerry Liu sem flutti til Bandaríkjanna frá Taívan fyrir nokkrum áratugum síðan.

Árið 2021 var Jerry kominn á eftirlaun og bjó í Orlando. Dag einn hafi hann fengið símtal frá kínversku lögreglunni í Shanghai sem sagði að verið væri að rannsaka hann fyrir fjárhagsglæpi.

Við tekur atburðarás þar sem Jerry telur sig vera orðinn nokkurs konar útsendari kínversku lögreglunnar þar sem hann þarf að sanna sakleysi sitt. Á meðan sendir hann miklar fjárhæðir til lögreglunnar, sem reynist svo á endanum vera ekkert annað en svikamylla.

Í sumum tilfellum hafa kínverskir námsmenn, sem ekki geta greitt svindlurunum, þurft að sannfæra fjölskyldur sínar um að búið sé að ræna þeim og þurfi lausnargjald frá fjölskyldum sínum.

„Fórnarlömb eru stundum þvinguð til að gera sitt eigið myndband af þeim í viðkvæmri stöðu, til að láta líta út eins og þeim hafi verið rænt. Þá er tómatsósu hellt á líkama þeirra til að láta líta út eins og búið sé að meiða þau og þurfi á hjálp frá ástvinum,“ segir Joe Douehhi, hjá áströlsku lögreglunni í New South Wales.