Fjar­skipta- og fjöl­miðla­sam­steypa gerir ráð fyrir að heildar­um­fang skil­virkni­verk­efna til að bæta reksturinn muni skila fé­laginu um 600 til 800 milljónum króna á ári og rekstrar­hagnaði (EBIT) á bilinu 1,5 til 1,7 milljarði.

Sam­kvæmt ný­birtri af­komu­spá fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir að rekstrar­hagnaður (EBIT), án nokkurra leið­réttinga vegna ein­skiptis­kostnaðar­liða, verði á bilinu 900 milljónir í 1,1 milljarð.

Í Kaup­hallar­til­kynningu segir að á­hrifanna af hag­ræðingar­að­gerðum fé­lagsins muni að mestu leyti gæta í af­komu ársins 2025.

Fjar­skipta- og fjöl­miðla­sam­steypa gerir ráð fyrir að heildar­um­fang skil­virkni­verk­efna til að bæta reksturinn muni skila fé­laginu um 600 til 800 milljónum króna á ári og rekstrar­hagnaði (EBIT) á bilinu 1,5 til 1,7 milljarði.

Sam­kvæmt ný­birtri af­komu­spá fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir að rekstrar­hagnaður (EBIT), án nokkurra leið­réttinga vegna ein­skiptis­kostnaðar­liða, verði á bilinu 900 milljónir í 1,1 milljarð.

Í Kaup­hallar­til­kynningu segir að á­hrifanna af hag­ræðingar­að­gerðum fé­lagsins muni að mestu leyti gæta í af­komu ársins 2025.

„Þá er ljóst að ný­legur samningur fé­lagsins um sýningar­rétt á enska boltanum mun skila fé­laginu enn frekari á­vinningi auk fyrir­hugaðrar sölu á til­teknum við­skipta­lausnum út úr Endor,“ segir í til­kynningu.

Um er að ræða við­snúning á stefnu Sýnar en sam­hliða birtingu árs­upp­gjörs í febrúar á­kvað stjórn að gefa ekki út af­komu­spá fyrir yfir­standandi rekstrar­ár, meðal annars vegna á­kveðinnar ó­vissu um fram­tíðar­eignar­hald vef­miðla og út­varps­stöðva.

Á stjórnar­fundi 19. apríl var þó dregið í land með mögu­lega sölu fjöl­miðla­reksturs sam­steypunnar „vegna nýrra á­herslna í rekstri Sýnar” með til­komu Her­dísar Fjeld­sted for­stjóra í árs­byrjun.

Fimm dögum síðar sendi fé­lagið frá sér nei­kvæða af­komu­við­vörun þar sem greint var frá því að 138 milljón króna lækkun á far­síma­tekjum myndi hafa á­hrif á af­komu fé­lagsins. Það skýrist sér­stak­lega af IoT-tekjum á­samt hærri af­skriftum sýningar­rétta.

Hluta­bréfa­verð Sýnar hefur frá þeim degi lækkað um 32% sé miðað við dagsloka­gengi gær­dagsins.

Í byrjun maí var greint frá því að Sýn tapaði 153 milljónum króna á fyrsta árs­fjórðungi saman­borið við 213 milljóna hagnað á sama tíma­bili í fyrra. Tekjur Sýnar á fyrsta fjórðungi jukust um 1,3% milli ára og námu 5.934 milljónum króna. Fram­legð fé­lagsins dróst hins vegar saman um 10,5% milli ára og nam 1.852 milljónum.

Í Kaup­hallar­til­kynningu gær­kvöldsins segir fé­lagið að það sé þrennt sem þurfi að hafa í huga þegar fyrri helmingur ársins 2024 er borinn saman.

„1) Far­síma­tekjur voru lægri á 1F 2024 og þá aðal­lega vegna svo­kallaðra IoT-tekna líkt og fram kom í síðustu af­komu­til­kynningu, 2) af­skriftir sýninga­rétta eru hraðari árið 2024 og 3) í rekstrar­hagnaði (EBIT) ársins 2023 voru já­kvæð á­hrif tengd upp­gjöri á samnings­skuld­bindingum við er­lendan birgja að fjár­hæð 529 m.kr., auk þess sem sjóð­streymi 2023 var lakara um 1.213 m.kr. vegna fyrr­greinds upp­gjörs,” segir í til­kynningunni.

Þá greinir Sýn frá því að loka­greiðsla vegna sölu Ljós­leiðarans verði greidd í októ­ber næst­komandi auk þess sem boðaðar skil­virkni­að­gerðir skila sér að fullu í lok ársins.

„Skuld­bindingar vegna er­lendra efnis­kaupa annarra en í­þrótta­efnis hafa lækkað um­tals­vert frá fyrra ári, auk þess sem ný for­gangs­röðun verk­efna hefur verið sam­þykkt í fram­kvæmda­stjórn fé­lagsins. Sjóðs­streymi sam­stæðunnar mun þar af leiðandi taka tölu­vert já­kvæðum breytingum í lok árs.”