Fjölmiðla- og fjarskiptafélagið Sýn skilaði 213 milljóna króna hagnaði eftir skatta á fyrsta fjórðungi ársins. Til samanburðar hagnaðist félagið um 207 milljónir á sama tímabili í fyrra. Sýn birti uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung eftir lokun Kauphallarinnar í dag.

Sala Sýnar jókst um 3,1% á milli ára og nam 5,9 milljörðum á fjórðungnum. Framlegð jókst um 2,6% og nam 2,1 milljarði.

„Við sjáum heilbrigðan tekjuvöxt en samanburðarfjórðungurinn var mjög sterkur vegna óreglulegra farsímatekna á síðasta ári,“ segir Yngvi Halldórsson, forstjóri Sýnar í afkomutilkynningu.

Fjölmiðla- og fjarskiptafélagið Sýn skilaði 213 milljóna króna hagnaði eftir skatta á fyrsta fjórðungi ársins. Til samanburðar hagnaðist félagið um 207 milljónir á sama tímabili í fyrra. Sýn birti uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung eftir lokun Kauphallarinnar í dag.

Sala Sýnar jókst um 3,1% á milli ára og nam 5,9 milljörðum á fjórðungnum. Framlegð jókst um 2,6% og nam 2,1 milljarði.

„Við sjáum heilbrigðan tekjuvöxt en samanburðarfjórðungurinn var mjög sterkur vegna óreglulegra farsímatekna á síðasta ári,“ segir Yngvi Halldórsson, forstjóri Sýnar í afkomutilkynningu.

Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta (EBIT) jókst um 6,7% og nam 428 milljónum. Afkomuspá Sýnar gerir ráð fyrir að EBIT-hagnaður í ár verði á bilinu 2,2-2,5 milljarðar króna.

„Áhersla okkar á aðhald í rekstri sem birtist m.a. í hagræðingaraðgerðum sem ráðist var í síðastliðið haust hafa gert okkur kleift að halda rekstrarkostnaði stöðugum þrátt fyrir margvíslegar áskoranir í umhverfinu. Þá náðum við góðum árangri í samningum við lykilbirgja sem hefur jákvæð áhrif á rekstur okkar á árinu. Niðurstaða fjórðungsins er því samkvæmt áætlun.“

Eignir Sýnar voru bókfærðar á 32,4 milljarða króna í lok mars og eigið fé var um 8,5 milljarðar.

Sýn er með tvö mál í meðferð hjá Samkeppniseftirlitinu, annars vegar sölu á stofnneti til Ljósleiðarans fyrir 3 milljarða króna og hins vegar kaup félagsins á móðurfélagi Já hf. sem rekur vefsíðuna ja.is.

„Já er spennandi viðbót í starfsemi og þjónustuframboði Sýnar. Miklir möguleikar fylgja öflugum lausnum og starfsfólki Já. Ekki síst nú þegar tækifæri eru til að nýta sér breytingar á auglýsingamarkaði,“ segir Yngvi.