Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,15% í 1,7 milljarða króna veltu á aðalmarkaði í dag.

Mest velta var með bréf Kviku og Marel, eða sem nemur 400 milljónum króna. Gengi bréfa Kviku hækkaði um 1,75% í viðskiptum dagsins, en gengi Marel lækkaði um 1,5%. Stendur hlutabréfaverð Marel nú í 454 krónum á hlut.

Icelandair hækkaði um 0,5% í 140 milljón króna viðskiptum. Þá lækkaði Iceland Seafood um 0,75%.

Gengi Haga hækkaði mest allra félaga á aðalmarkaði í dag, eða um 3,2% í 56 milljóna veltu. Gengi fasteignafélagsins Regins hækkaði um tæp 2,5% og gengi Sýnar hækkaði um 2,9%. Sýn og Reginn birta uppgjör fyrsta ársfjórðungs eftir lokun markaða í dag.

Á First North markaðnum hækkaði gengi bréfa Hampiðjunnar um tæplega 2,9% í 11 milljón króna veltu. Þá hækkaði gengi bréfa Play um 1,9% í 8 milljóna veltu.