Stjórnendur fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækisins Sýnar sögðu á markaðsdegi félagsins að fjölmiðlar þess og Vodafone hafi í raun aldrei sameinast að fullu. Þeir lögðu áherslu á að ljúka ókláruðum samrunum innan samstæðunnar sem hafi leitt af sér yfirbyggingu, kostnað og flækjustig.

„Það þýðir auðvitað […] flókið stjórnskipulag og hindranir í skilvirkum boðleiðum og hindranir í samstarfi þvert yfir. Samlegð er því ekki alveg að fullu fram komin. Kerfislandslagið er alltof flókið og ofan á það, þá er innri pólitík sem fylgir þessu,“ sagði Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar á markaðsdeginum sem fór fram á fimmtudaginn.

Sýn hafi skort raunverulega framtíðarsýn

Herdís, sem var ráðin forstjóri Sýnar í janúar 2024, sagði að félagið hafi verið rekið eins um margar sjálfstæðar einingar væri að ræða.

„Í raun og veru varð ég alveg ofboðslega hissa þegar ég kom hérna inn fyrst hvað ég upplifði eins og þetta væru mörg fyrirtæki,“ sagði Herdís. „Fólk stundum talaði um að það væri að vinna fyrir Stöð 2 eða Vodafone. En við erum í raun og eru öll að vinna fyrir Sýn en erum að þjónusta ákveðin vörumerki.

Þetta er það sem við ætlum að leggja ofboðslega mikla áherslu á - að klára sameiningar. Þetta er líka flókið kerfislandslag af því að hvert og eitt svið hafði sína tæknistefnu, sem er líka pínu galið.“

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði