Hexa­tronic Group hefur undir­ritað vilja­yfir­lýsingu um að kaupa hluta af Endor, sem er í eigu Sýnar og starfar m.a. á sviði þjónustu við gagna­ver. Þetta kemur fram í Kaup­hallar­til­kynningu frá Sýn.

Sýn keypti ís­lenska upp­lýsinga­tækni­fyrir­tækið Endor, sem sér um að reka og stýra ofur­tölvum og tengdum þjónustum í Sví­þjóð, Noregi, Þýska­landi og víðar, árið 2019.

Í nóvember 2022 á­kvað Sýn að gefa Endor aukið vægi í starf­semi Sýnar og gerður var sér­stakur þjónustu­samningur milli fé­laganna til þess að hafa já­kvæð á­hrif á tekjur og af­komu Endor.

Hexa­tronic Group hefur undir­ritað vilja­yfir­lýsingu um að kaupa hluta af Endor, sem er í eigu Sýnar og starfar m.a. á sviði þjónustu við gagna­ver. Þetta kemur fram í Kaup­hallar­til­kynningu frá Sýn.

Sýn keypti ís­lenska upp­lýsinga­tækni­fyrir­tækið Endor, sem sér um að reka og stýra ofur­tölvum og tengdum þjónustum í Sví­þjóð, Noregi, Þýska­landi og víðar, árið 2019.

Í nóvember 2022 á­kvað Sýn að gefa Endor aukið vægi í starf­semi Sýnar og gerður var sér­stakur þjónustu­samningur milli fé­laganna til þess að hafa já­kvæð á­hrif á tekjur og af­komu Endor.

„Starf­semin sem við erum að kaupa snýr að sam­þættum upp­lýsinga­tækni­lausnum fyrir stærri fyrir­tæki og stofnanir sem vinna með sí­vaxandi magn af gögnum. Þetta er spennandi hluti markaðarins og með þessum kaupum erum við að efla okkar fram­boð í upp­lýsinga­tækni­búnaði og þjónustu“ segir Martin Åberg, að­stoðar­for­stjóri Hexa­tronic, í til­kynningunni.

Sam­kvæmt Sýn er þetta liður í stefnu fé­lagsins sem snýr að því að auka skil­virkni í sam­stæðunni með á­herslu á kjarna­starf­semi.

Stjórn Sýnar á­kvað ný­verið að birta af­komu­spá fyrir árið en fé­lagið hafði á­kveðið í febrúar að láta þá iðju vera vegna ó­vissu um fram­tíðar­eignar­hald vef­miðla og út­varps­stöðva.

Sýn gerir ráð fyrir að heildar­um­fang hag­ræðinga sem félagið er að fara í muni bæta reksturinn og skila um 600 til 800 milljónum króna betri afkomu og rekstrar­hagnaði (EBIT) á bilinu 1,5 til 1,7 milljörðum.

„Það er á­nægju­legt að hafa svona sterkan aðila til að taka við kyndlinum við að leiða þróun lausna fyrir gagna­ver og há­hraða tölvu­klasa. Við­skiptin snerta aðal­lega al­þjóð­lega starf­semi Endor og stóra inn­lenda við­skipta­vini sem nýta sér­hæfðar sam­þættar lausnir. Inn­lendir við­skipta­vinir Endor munu því á­fram vera þjónu­staðir af Endor ehf. að mestu leyti. Við vonum að þessi veg­ferð og fram­tíðar­sam­starf við Hexa­tronic muni frekar styrkja lausna­mengi okkar fyrir við­skipta­vini Endor“ segir Her­dís Dröfn Fjeld­sted, for­stjóri Sýnar.