Yfir 200 konur komu saman á Sýnileikadegi Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA, sem haldinn var í þriðja sinn í höfuðstöðvum Arion banka Borgartúni og á netinu.
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion opnaði daginn og við tók glæsileg dagskrá þar sem Birna Dröfn Birgisdóttir, Gerður Arinbjarnardóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir, Helga Valfells, Hildur Kristín Stefánsdóttir, Inga Tinna Sigurðardóttir, Ragnhildur Ágústsdóttir og Unnur Aldís Kristinsdóttir voru með erindi.
Í Sýnileikanefnd FKA í ár voru þær Dóra Eyland, Katrín Kristjana Hjartardóttir, Erna Evudóttir, Helga Björg Steinþórsdóttir, Sigrún Jenný Barðadóttir og Elinóra Inga Sigurðardóttir.
„Dagurinn var haldinn hátíðlegur í Arion þriðja árið í röð og hafa hátt í fimmhundruð konur nýtt sér og upplifað kraftinn ár hvert við það að mæta á svæðið eða taka þátt í gegnum streymi. Nefndin er skipuð félagskonum sem búa til dagskrá með frábærum fyrirlesurum í Þingvallasal og svo eru fræðandi örnámskeið og kynningar í hliðarsal. Erindin eru fyndin, einlæg en gjarnan með alvarlegum undirtóni og hreyfa við öll. Viðskiptatengsl verða til á viðburðum hjá FKA enda netagerðin, það er að segja tengslanetagerðin er sannarlega að gefa eftir svona gigg,“ segir Dóra Eyland stjórnarkona FKA við sem átti sæti í Sýnileikanefnd FKA.