Sigurður Kári Kristjáns­son, lög­maður og fyrrum þing­maður, hrósar ríkis­stjórninni fyrir að ganga í það verk að einka­væða 20% eignar­hlut ríkisins í Ís­lands­banka.

Að hans mati á ríki ekki að standa í sam­keppnis­rekstri sem auk þess getur verið áhættu­samur eins og kom ber­lega í ljós í hruninu.

„At­hygli vekur hins vegar að það er eins og jörðin hafi gleypt í einum bita þá stjórn­mála­menn sem hæst höfðu síðast þegar ríkið seldi eignar­hluti í Ís­lands­banka. Páll Magnús­son og Björn Leví Gunnars­son koma þar t.d. upp í hugann.

Þá voru ráðherrar ríkis­stjórnarinnar, einkum Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, ýmist sakaðir um að vera að gefa bankann eða veita kaup­endum ríf­legan af­slátt af markaðsvirði hluta í honum,” skrifar Sigurður Kári á Face­book í dag.

Hann segir að það sé eins og þessir háværu gagn­rýn­endur hafi hrein­lega misst málið „sem er ein­kenni­legt í ljósi þess að út­boðs­gengi hluta í út­boðinu nú er 106,56 krónur en var 117 krónur, þegar Bjarni og co stóðu að sölu hluta í bankanum.“

Líkt og Við­skipta­blaðið greindi frá í gær stefnir allt í að um fjár­festar fái um þrjá milljarða meira í sinn hlut af sölunni.

„En nú heyrist ekkert í þessu fólki, Birni Leví, Palla Magg og öllum hinum. Og enginn þeirra talar um að verið sé að gefa eignir ríkisins. Dálítið merki­legt og segir sína sögu um hversu ósam­kvæmir sjálfum sér sumir stjórn­mála­menn geta verið.“