Kaup Heimilistækja á heildsölunni Ásbirni Ólafssyni voru samþykkt í maí í fyrra og Samkeppniseftirlitið lagði blessun sína á kaupin nokkrum mánuðum síðar. Morgunblaðið greindi frá því á sínum tíma að kaupverðið væri hátt í tveir milljarðar króna.

Ásbjörn Ólafsson kaupmaður stofnaði félagið árið 1937 og hafði verslunin verið í eigu sömu fjölskyldu frá stofnun. Systkinin Ásbjörn, Guðmundur, Ásta, Gunnlaugur og Ólafur áttu félagið þegar það var selt. Þau voru hvor um sig með 360 milljónir í fjármagnstekjur í fyrra.

Verslunin selur aðallega ýmis konar húsbúnaðarvörur en hluti rekstursins hafði áður verið seldur til Danól árið 2021. Ásbjörn Ólafsson ehf. velti tæplega tveimur og hálfum milljarði króna og skilaði 424 milljóna króna hagnaði árið 2021.

Listi yfir þá 150 einstaklinga sem voru með hæstu fjármagnstekjurnar í fyrra birtist í Viðskiptablaðinu sem kom út á föstudag. Áskrifendur geta nálgast listann hér.