Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið ExMon Software, systurfyrirtæki ráðgjafafyrirtækisins Expectus, var selt til danska hugbúnaðarfyrirtækisins TimeXtender fyrir tæplega 1,2 milljarða króna í lok síðasta árs.
Þetta má lesa út úr ársreikningi ExMon Holding ehf., stærsta hluthafa ExMon Software fyrir söluna.
ExMon Holding hagnaðist um 1.065 milljónir króna á síðasta ári en ofangreind sala á 92,2% eignarhlut nam 1.132 milljónum króna.
Exmon Software var stofnað af Expectus árið 2014 sem dótturfélag en árið 2021 var ákveðið að aðskilja eignarhalds félaganna tveggja.
Starfsemi ExMon Software hefur alfarið snúið að þróun og markaðssetningu gagnalausnarinnar exMon sem hjálpar fyrirtækjum að bæta gæði gagna í viðskiptaferlum sínum og koma þannig í veg fyrir fjárhagslegt tjón, s.s. tekjuleka.
Ragnar Þórir Guðgeirsson er stærsti hluthafi seljandans ExMon Holding með 27% hlut í gegnum félagið Promigo ehf. Hjónin Guðrún Högnadóttir og Kristinn Tryggvi Gunnarsson eru næst stærstu hluthafarnir með 23,5% hlut í gegnum KSA ehf.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út í fyrramálið. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér og lesið fréttina í heild hér.