Ís­lenska hug­búnaðar­fyrir­tækið Ex­Mon Software, systurfyrirtæki ráðgjafafyrirtækisins Expectus, var selt til danska hugbúnaðarfyrirtækisins TimeXtender fyrir tæplega 1,2 milljarða króna í lok síðasta árs.

Ís­lenska hug­búnaðar­fyrir­tækið Ex­Mon Software, systurfyrirtæki ráðgjafafyrirtækisins Expectus, var selt til danska hugbúnaðarfyrirtækisins TimeXtender fyrir tæplega 1,2 milljarða króna í lok síðasta árs.

Þetta má lesa út úr ársreikningi ExMon Holding ehf., stærsta hluthafa ExMon Software fyrir söluna.

ExMon Holding hagnaðist um 1.065 milljónir króna á síðasta ári en ofangreind sala á 92,2% eignarhlut nam 1.132 milljónum króna.

Ex­mon Software var stofnað af Expectus árið 2014 sem dóttur­fé­lag en árið 2021 var ákveðið að aðskilja eignarhalds félaganna tveggja.

Starfsemi ExMon Software hefur alfarið snúið að þróun og markaðssetningu gagnalausnarinnar exMon sem hjálpar fyrirtækjum að bæta gæði gagna í viðskiptaferlum sínum og koma þannig í veg fyrir fjárhagslegt tjón, s.s. tekjuleka.

Ragnar Þórir Guðgeirsson er stærsti hluthafi seljandans ExMon Holding með 27% hlut í gegnum félagið Promigo ehf. Hjónin Guðrún Högnadóttir og Kristinn Tryggvi Gunnarsson eru næst stærstu hluthafarnir með 23,5% hlut í gegnum KSA ehf.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út í fyrramálið. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér og lesið fréttina í heild hér.