Fjarskiptafélögin AT&T og Verizon hafa hafnað kröfu bandarískra flugmálayfirvalda um að fresta innleiðingu á nýrri 5G þráðlausri þjónustu. Þetta kemur fram í grein Wall Street Journal. Félögin áætla að byrja með þjónustuna strax á miðvikudaginn, en meira en helmingur Bandaríkjamanna eru á samning hjá fjarskiptarisunum.

Sjá einnig: Flugrisarnir óttast 5G-væðingu

Flugfélögin United Airlines, American Airlines og Southwest Airlines hafa öll varað við því að innleiðing þjónustunnar myndi leiða til tafa og truflana á flugumferð vestanhafs. Bandarísk flugmálayfirvöld hafa einnig lýst yfir áhyggjum af mögulegum truflunum á raftækjum flugvéla líkt og ratsjárhæðarmæla vegna 5G-væðingarinnar.

Fjarskiptafélögin hafa lagt til að takmarka 5G þjónustuna fyrstu sex mánuðina líkt og gert var í Frakklandi, til að gefa stjórnvöldum tíma til að kanna möguleg áhrif innleiðingar 5G á flugumferð. Flugmálayfirvöld hafa áhyggjur af því að innleiðing þjónustunnar gæti valdið „truflunum á lykil öryggiskerfum í stjórnklefum" og undirbúa flugtakmarkanir.

Þúsundum flugferða í Bandaríkjunum hefur verið aflýst eða frestað að undanförnu bæði vegna veðurs en einnig vegna veikinda flugáhafna, en Ómíkrón-afbrigði kórónuveirunnar er nú allsráðandi í Bandaríkjunum.

Fjarskiptafélögin AT&T og Verizon hafa hafnað kröfu bandarískra flugmálayfirvalda um að fresta innleiðingu á nýrri 5G þráðlausri þjónustu. Þetta kemur fram í grein Wall Street Journal. Félögin áætla að byrja með þjónustuna strax á miðvikudaginn, en meira en helmingur Bandaríkjamanna eru á samning hjá fjarskiptarisunum.

Sjá einnig: Flugrisarnir óttast 5G-væðingu

Flugfélögin United Airlines, American Airlines og Southwest Airlines hafa öll varað við því að innleiðing þjónustunnar myndi leiða til tafa og truflana á flugumferð vestanhafs. Bandarísk flugmálayfirvöld hafa einnig lýst yfir áhyggjum af mögulegum truflunum á raftækjum flugvéla líkt og ratsjárhæðarmæla vegna 5G-væðingarinnar.

Fjarskiptafélögin hafa lagt til að takmarka 5G þjónustuna fyrstu sex mánuðina líkt og gert var í Frakklandi, til að gefa stjórnvöldum tíma til að kanna möguleg áhrif innleiðingar 5G á flugumferð. Flugmálayfirvöld hafa áhyggjur af því að innleiðing þjónustunnar gæti valdið „truflunum á lykil öryggiskerfum í stjórnklefum" og undirbúa flugtakmarkanir.

Þúsundum flugferða í Bandaríkjunum hefur verið aflýst eða frestað að undanförnu bæði vegna veðurs en einnig vegna veikinda flugáhafna, en Ómíkrón-afbrigði kórónuveirunnar er nú allsráðandi í Bandaríkjunum.