Stórir fjár­festinga­sjóðir vestan­hafs, m.a. í stýringu Fide­lity og T. Rowe Price, hafa verið til­neyddir til að selja tölu­vert af hluta­bréfum undan­farið til að forðast það að lenda í klónum á banda­rískum skatta­yfir­völdum.

Sam­kvæmt Financial Times hafa ó­sam­hverfu hluta­bréfa­verðs­hækkanir ársins þrýst sjóð­stjórum upp við vegg hvað varðar fjöl­breytni eigna­safna.

Sam­kvæmt reglum banda­rískra skatta­yfir­valda þurfa öll skráð fjár­festinga­fyrir­tæki að tryggja að saman­lagt virði stærstu hluta­bréfa­eiga, í verð­bréfa- og kaup­hallar­sjóðum, fari ekki yfir 50% af virði annarra eigna.

Stór hluta­bréfa­eign í eignasafni telst vera eign sem myndar um 5% af heildar­fjárfestingu sjóðsins.

Áður fyrr hefur þetta einungis verið vanda­mál fyrir sjóð­stjóra sem reka mjög sér­hæfða fjár­festinga­sjóði en nú hefur tækni­bólan vestan­hafs valdið því að hefð­bundnir verð­bréfa­sjóðir eru að lenda í vand­ræðunum.

Til að mynda hefur hluta­bréfa­verð Nvidia hækkað um 236% síðast­liðið ár en virði bréfanna er því að ýta sjóðunum að þol­mörkum skatta­yfir­valda.

Fimm stór tækni­fyrir­tæki, Nvidia, App­le, Meta, Micros­oft og Amazon bera á­byrgð á 46% af hækkunum S&P 500 vísi­tölunnar á árinu.

„Þetta er erfið staða fyrir sjóð­stjóra að vera í,“ segir Jim Tier­n­ey, fjár­festinga­stjóri Alli­ance Bern­stein, í samtali viðFT.

„Í venju­legu ár­ferði er ekkert mál að vera með stöðu­töku sem myndar um 6 til 7 prósent af eignar­safninu en sjóð­stjórar eiga það auð­vitað til að fjár­festa í fé­lögunum sem þeir hafa mikla trú á,“ bætir hann við.