Ríkisstjórn Ástralíu hefur ákveðið að gera nýjar reglur sem munu neyða stór tæknifyrirtæki, eins og Meta og Google, til að greiða staðbundnum fréttamiðlum fyrir fréttir. Ákvörðunin byggist á lögum sem samþykkt voru í Ástralíu árið 2021.
Samkvæmt reglunum, sem kynntar voru í dag, þurfa tæknifyrirtæki sem þéna meira en 250 milljónir dala í tekjur á ári að gera semja við fjölmiðla eða eiga á hættu að þurfa að greiða hærri skatta.
Fyrr á þessu ári tilkynnti Meta, sem á Facebook, að það myndi ekki endurnýja greiðslusamninga sem það hafði gert við ástralskar fréttastofur. Meta segir í yfirlýsingu að það hafi áhyggjur af því að ríkisstjórnin sé að þvinga eina atvinnugrein til að niðurgreiða aðra.
„Stafræn fyrirtæki fá gríðarlegar fjárhæðir í Ástralíu og þeim ber samfélagsleg og efnahagsleg ábyrgð til að stuðla að auknu aðgengi Ástrala að gæðablaðamennsku,“ segir Stephen Jones hjá ástralska fjármálaráðuneytinu.
Reglurnar munu gilda um síður en eins og Facebook, Google og TikTok en enn á eftir að ganga frá hönnun kerfisins.