Framtakssjóðurinn Umbreyting II, í rekstri Alfa Framtaks, lagði í gærkvöldi fram yfirtökutilboð í Origo samhliða kaupum á 25,8% hlut í Origo fyrir ríflega 3,7 milljarða króna og horfir til afskráningar Origo úr Kauphöllinni. Um er að ræða annað slíkt tilboð í Kauphöllinni sem Alfa Framtak kemur að.
Í ársbyrjun 2019 lagði Alfa Framtak, í samstarfi við Siglu ehf., Vörðu Capital ehf. og Eignarhaldsfélagið VGJ ehf., fram valfrjálst tilboð í 27% hlut í fasteignafélaginu fyrir allt að 4 milljarða króna með þeim fyrirvara að félagið yrði afskráð. Sjóðurinn Umbreyting, hafði skuldbundið sig til að leggja til 1,5 milljarða vegna tilboðsins.
Tillaga um afskráningu var samþykkt á aðalfundi Heimavalla í mars 2019 af 81% atkvæða. Kauphöllin hafnaði hins vegar beiðni Heimavalla um afskráningu, m.a. á grundvelli þess að hluthafar að baki 18,7% atkvæða á aðalfundi félagsins greiddu atkvæði gegn tillögunni. Alfa dró tilboð sitt til baka í kjölfarið.
Heimavellir voru að lokum afskráðir úr Kauphöllinni í september 2020 eftir kaup norska félagsins Fredensborg, sem er meirihlutaeigandi norræna fasteignafélagsins Heimstaden. Heimavellir runnu inn í samstæðu Heimstaden í byrjun síðasta árs.