Samstæða Hraðfrystihúss Hellissands, sem á og gerir út þrjá báta og vinnslu á Rifi, hagnaðist um 993 milljónir króna í fyrra en árið áður nam hagnaður 644 milljónum.

Samstæða Hraðfrystihúss Hellissands, sem á og gerir út þrjá báta og vinnslu á Rifi, hagnaðist um 993 milljónir króna í fyrra en árið áður nam hagnaður 644 milljónum.

Rekstrartekjur jukust um 6% og námu tæplega 4,5 milljörðum.

Eigendur eru Ólafur Rögnvaldsson, Rögnvaldur Ólafsson, Örvar Ólafsson og Jón Steinar Ólafsson með 25% hlut hver. Stjórn leggur til að allt að 120 milljónir verði greiddar í arð til hluthafa í ár.

Lykiltölur / Hraðfrystihús Hellissands

2023 2022
Tekjur 4.475  4.213
Eignir 11.916  11.263
Eigið fé 5.219  4.426
Afkoma 993  644
- í milljónum króna