Hagnaður Advania á Íslandi nam 961 milljón króna í fyrra og jókst um 127 milljónir frá fyrra ári.

Tekjur námu 17,6 milljörðum og jukust um tæplega 1,5 milljarða. Stjórn félagsins leggur til að 900 milljónir verði greiddar í arð á þessu ári en í fyrra voru greiddar út 750 milljónir.

Sjóður í eigu Goldman Sachs keypti meirihluta í Advania vex á ógnarhraða árið 2021 og var félagið þá metið á um 60 milljarða.

Lykiltölur / Advania á Íslandi

2023 2022
Tekjur 17.617 16.140
Eignir 10.048  9.029
Eigið fé 3.541 3.331
Afkoma 961  834
- í milljónum króna

Fréttin birtist fyrst í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.