Um 6.500 á­skriftir að and­virði 58 milljarða króna – eða sem samsvarar rétt tæplega fjórfaldri eftirspurn – bárust í almennu hlutafjárútboði Ísfélags hf. sem lauk kl. 14 síðdegis í gær, föstudag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arion banka, eins af þremur umsjónaraðilum útboðsins, nú fyrir skömmu.

Rúm­lega fimm­föld eftir­spurn var eftir þeim hlutum sem boðnir voru í á­skriftar­bók A og rúm­lega þre­föld eftir­spurn var í á­skriftar­bók B.

  • Heildar­fjöldi seldra hluta í út­boðinu nam alls 118.923.851 og heildar­sölu­and­virði þeirra tæp­lega 18 milljörðum króna.
  • Í á­skriftar­bók A er út­boðs­gengi 135 kr. á hlut. Á­skriftir upp að 500 þúsund krónum að kaup­verði voru ekki skertar. Skerðing á­skrifta var að öðru leyti hlut­falls­leg.
  • Í á­skriftar­bók B er endan­legt út­boðs­gengi 155 kr. á hlut. Skerðing á­skrifta var í sam­ræmi við skil­mála út­boðsins. Fjár­festar sem til­greindu lægra út­boðs­gengi fengu ekki út­hlutun.
  • Seldir voru 39.667.919 eigin hlutir. Úti­standandi hlutir Ís­fé­lags í kjöl­far út­boðs nema 818.612.313 hlutum.

„Seldir hlutir í á­skriftar­bók A nema 23.784.770 hlutum að sölu­and­virði um 3,2 milljarða króna. Við út­hlutun voru á­skriftir al­mennt skertar sem nemur um 97% en þó þannig að við­miðum gagn­vart á­skriftum starfs­manna Ís­fé­lags og al­mennum á­skriftum var fylgt, líkt og stefnt var að sam­kvæmt skil­málum út­boðsins,“ segir í til­kynningu Ís­fé­lagsins.

Seldir hlutir í á­skriftar­bók B nema 95.139.081 hlutum að sölu­and­virði um 14,8 milljarða króna.

Á­skriftir á út­boðs­gengi í á­skriftar­bók B voru skertar hlut­falls­lega sem nemur um 48%.

Fjár­festum verður til­kynnt um út­hlutun í út­boðinu eigi síðar en 4. desember í tölvu­pósti. Gjald­dagi á­skriftar­lof­orða er 6. desember næst­komandi og er ráð­gert að af­hending hinna nýju hluta til fjár­festa fari fram þann 8. desember.

Stefnt er að því að við­skipti með hluta­bréf fé­lagsins á Aðal­markaði Nas­daq Iceland hf. hefjist þann 8. desember næst­komandi, en Nas­daq Iceland hf. hefur sam­þykkt um­sókn fé­lagsins um töku hluta­bréfanna til við­skipta með fyrir­vara um dreifingu hluta­fjár fyrir fyrsta við­skipta­dag.

„Við erum hæst­á­nægð með mjög góðar við­tökur í út­boði Ís­fé­lagsins sem endur­spegla trú fjár­festa á bæði fé­lagið og sjávar­út­veginn. Við bjóðum fjöl­breyttan hóp hlut­hafa vel­kominn. Staða Ís­fé­lagsins er afar traust og skráning á Aðal­markað Kaup­hallarinnar eflir það enn frekar. Skráningin styrkir á­fram­haldandi vöxt og getu fé­lagsins til sóknar og til að nýta þau fjöl­mörgu tæki­færi sem það stendur frammi fyrir,“ segir Stefán Frið­riks­son, for­stjóri Ís­fé­lags í til­kynningu.