Sala Tesla í Evrópu dróst saman í janúar en rafbílaframleiðandinn seldi ekki nema 9.900 bíla í álfunni sem er 45% minna en á sama tíma árið 2024. Þetta kemur fram á vef FT en þar er vísað til aukinna afskipta Elon Musks af evrópskum stjórnmálum.
Tölurnar taka til greina ESB, Bretland og aðra markaði, þar á meðal Noreg sem er einn stærsti rafbílamarkaður Evrópu.
Að sögn Financial Times kemur minnkandi markaðshlutdeild Tesla í kjölfar mikillar útrásar Musk í evrópskum stjórnmálum. Hann hefur meðal annars stutt þýska stjórnmálaflokkinn AfD og hefur gagnrýnt ESB og sagt það ekki standa fyrir lýðræði.
Sala rafbíla í Evrópu yfir heildina jókst þá um 37% en evrópskir neytendur keyptu 166 þúsund rafbíla í janúar á meðan sala á bensín- og dísilbílum dróst saman um 20,5% og 26,5%.
Kínverski bílaframleiðandinn SAIC Motor hefur einnig stækkað innan evrópska markaðarins en sala fyrirtækisins jókst einnig um 37% í janúar og seldust hátt í 23 þúsund SAIC-bílar.