„Þetta reyndist mjög hagfelldur samruni, en það snerist fyrst og fremst um fjármögnun Lykils,” segir Marinó Örn Tryggvason bankastjóri Kviku um samruna bankans við tryggingafélagið TM.

“Lykill var dótturfélag TM, og það er gríðarlega mikil hagkvæmni fólgin í að sameina lánafélag á borð við Lykil með áherslu á bílalán og tækjafjármögnun og banka. Lánasafn Lykils var stærra í krónum talið en lánasafn Kviku og Kvika meira en tvöfaldaðist því að stærð sem banki við samrunann.

Við gáfum það því út að við hygðumst ná allt að 1.500 milljóna kostnaðarsamlegð á 2-3 árum en svo fór að það markmið náðist á undan áætlun,“ útskýrir Marinó, en stærsta skýringin á því hafi verið sú einfalda staðreynd að Kvika hafi getað fjármagnað sig með mun hagkvæmari hætti en Lykill.

Kostnaðarsamlegðin við Lykil var raunar svo veigamikill þáttur í sameiningunni við TM að Marinó lýsir henni sem einni af frumforsendum hennar. „Satt best að segja efast ég um að án Lykils hefði samruninn við TM orðið að veruleika.“

Nánar er rætt við Marinó í Viðskiptablaði vikunnar sem kom út síðastliðinn fimmtudag.

„Þetta reyndist mjög hagfelldur samruni, en það snerist fyrst og fremst um fjármögnun Lykils,” segir Marinó Örn Tryggvason bankastjóri Kviku um samruna bankans við tryggingafélagið TM.

“Lykill var dótturfélag TM, og það er gríðarlega mikil hagkvæmni fólgin í að sameina lánafélag á borð við Lykil með áherslu á bílalán og tækjafjármögnun og banka. Lánasafn Lykils var stærra í krónum talið en lánasafn Kviku og Kvika meira en tvöfaldaðist því að stærð sem banki við samrunann.

Við gáfum það því út að við hygðumst ná allt að 1.500 milljóna kostnaðarsamlegð á 2-3 árum en svo fór að það markmið náðist á undan áætlun,“ útskýrir Marinó, en stærsta skýringin á því hafi verið sú einfalda staðreynd að Kvika hafi getað fjármagnað sig með mun hagkvæmari hætti en Lykill.

Kostnaðarsamlegðin við Lykil var raunar svo veigamikill þáttur í sameiningunni við TM að Marinó lýsir henni sem einni af frumforsendum hennar. „Satt best að segja efast ég um að án Lykils hefði samruninn við TM orðið að veruleika.“

Nánar er rætt við Marinó í Viðskiptablaði vikunnar sem kom út síðastliðinn fimmtudag.