Erfiðar markaðsaðstæður lituðu afkomu álvera landsins eftir methagnað árið 2022. Rio Tinto, sem rekur álverið í Straumsvík og Norðurál, sem rekur álverið á Grundartanga, skiluðu tapi árið 2023 en Alcoa-Fjarðarál, sem rekur álverið í Reyðafirði, skilaði hagnaði.
Alcoa Fjarðarál hagnaðist um 5 milljarða króna, samanborið við 21,9 milljarða hagnað árið áður. Norðurál Grundartanga tapaði aftur á móti 5,8 milljörðum, samanborið við 29,7 milljarða króna hagnað árið áður, og tap Rio Tinto á Íslandi nam 890 milljónum króna, samanborið við 17 milljarða hagnað árið 2022.
Tekjusamdráttur var hjá öllum álverunum, rekstrartekjur hjá Alcoa Fjarðarál fóru úr 134 milljörðum árið 2022 í 121 milljarð árið 2023, hjá Norðuráli Grundartanga úr 141 milljarði árið 2022 í 114 milljarða 2023, og hjá Rio Tinto úr 118 milljörðum árið 2022 í 84 milljarða árið 2023.
Lægri tekjur og verri afkoma skýrast af lægra álverði á mörkuðum árið 2023 en árið 2022 var álverð í hæstu hæðum.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.