Bandaríska póstþjónustan, USPS, hefur tilkynnt að hún muni hætta að taka við pakkningum frá meginlandi Kína og Hong Kong þar til annað kemur í ljós. Engar breytingar verða hins vegar á bréfsendingum frá Kína.
Pósturinn þar hefur ekki gefið upp ástæðu fyrir þessari ákvörðun en í gær tóku nýjar reglur í gildi þar sem ekki verður lengur hægt að senda litlar pakkasendingar, sem hafa minna en 800 dala verðmæti, til Bandaríkjanna án þess að greiða af því skatta eða gjöld.
Reglan tengist ákvörðun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um 10% viðbótartoll á allar vörur sem fluttar eru inn frá Kína til Bandaríkjanna. Póstsendingar verða þá fyrir áhrifum þar sem fyrirtæki á borð við Shein og Temu hafa notað þessa leið til að ná til milljóna bandarískra viðskiptavina.
Kínverjar hafa þegar svarað með eigin tollum á bandarískum vörum en frá og með 10. febrúar verður lagður 15% tollur á fljótandi jarðgas frá Bandaríkjunum og verða þá bandarísk hráolía, landbúnaðarvélar og bílar fyrir 10% viðbótartollum.