Tekjur hugbúnaðar- og tæknifyrirtækisins App Dynamic stefna í tæpan einn og hálfan milljarð króna í ár og hafa nú tvöfaldast annað árið í röð.

Pratik Kumar stofnandi, eigandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins hefur lagt áherslu á að vanda til verka, halda fyrirtækinu litlu og sveigjanlegu og tryggja rétta ímynd stærsta vörumerkis þess, AirServer.

Á þessu ári hefur tækið þegar verið selt í um 35 þúsund eintökum um allan heim, sem Pratik segir vera nokkuð drjúga markaðshlutdeild. „Okkur þykir það nokkuð góður árangur án nokkurrar markaðsetningar.“

Fyrirtækið hefur skerpt nokkuð á áherslum sínum á síðustu árum og farið úr því að kasta nokkuð víðu neti, ef svo má að orði komast, í að einbeita sér að kjarnavörunni: AirServer Connect.

Í dag er höfuðáhersla lögð á að þróa áfram og betrumbæta tækið – sem Pratik segir mikinn árangur hafa náðst með nýlega – og svo að selja það, frekar en hugbúnað sem keyrir á innbyggðum vélbúnaði eða aðrar sérlausnir.

Nánar er rætt við Pratik í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.