Landsbankinn tilkynnti í morgun um að hann hefði hækkað vexti verðtryggðra íbúðalána. Bankinn fylgir þar með í fótspor Arion banka og Íslandsbanka sem tilkynntu um hækkun á vaxtakjörum verðtryggðra húsnæðislána fyrr í mánuðinum.

„Samhliða þessum vaxtabreytingum taka gildi breytingar á framboði verðtryggðra íbúðalána og verða verðtryggð íbúðalán með jöfnum greiðslum nú eingöngu í boði fyrir fyrstu kaupendur,“ segir í tilkynningu á vef Landsbankans.

Landsbankinn tilkynnti í morgun um að hann hefði hækkað vexti verðtryggðra íbúðalána. Bankinn fylgir þar með í fótspor Arion banka og Íslandsbanka sem tilkynntu um hækkun á vaxtakjörum verðtryggðra húsnæðislána fyrr í mánuðinum.

„Samhliða þessum vaxtabreytingum taka gildi breytingar á framboði verðtryggðra íbúðalána og verða verðtryggð íbúðalán með jöfnum greiðslum nú eingöngu í boði fyrir fyrstu kaupendur,“ segir í tilkynningu á vef Landsbankans.

Landsbankinn hækkaði breytilega vexti verðtryggðra íbúðalána um 0,25 prósentustig og fasta vexti á nýjum verðtryggðum íbúðalánum til 60 mánaða um 0,50 prósentustig.

Bankinn lækkaði hins vegar fasta vexti á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum til 36 og 60 mánaða lækka um 0,20 prósentustig. Eins lækkuðu fastir vextir bankans á óverðtryggðum útlánum vegna bíla- og tækjafjármögnunar um 0,20 prósentustig.

Breytingarnar tóku gildi í dag.