Hagnaður Brimborgar dróst verulega saman milli ára en hagnaður ársins 2023 nam 45 milljónum króna, samanborið við 980 milljónir árið 2022.
Tekjur jukust þó um 10,9% og námu 33,1 milljarði í fyrra. Í ársreikningi segir að vöxtur hafi verið á öllum viðskiptasviðum félagsins en ytri aðstæður hafi verið erfiðari og miklar kostnaðarhækkanir auk mikillar verðsamkeppni.
Egill Jóhannsson er forstjóri og næst stærsti hluthafi Brimborgar.