Samkvæmt tölum Hagstofunnar er áætlað að tekjuafkoma hins opinbera hafi verið neikvæð um 37 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Það nemur 3,1% af vergri landsframleiðslu ársfjórðungsins.
Til samanburðar nam hallinn 0,5% af vergri landsframleiðslu á þriðja ársfjórðungi árið 2024.
Þá segir að tekjur hins opinbera hafi aukist um 5,2% samanborið við sama tíma í fyrra og að tekjur af sköttum og tryggingagjaldi hafi aukist um 7,4%. Eignatekjur hafi hins vegar dregist saman um 7,0%.
„Áætlað er að heildarútgjöld hafi aukist um 11,8% á þriðja ársfjórðungi 2024 miðað við sama tímabil fyrra árs. Hér vegur þungt 17,8% aukning í útgjöldum vegna félagslegra tilfærsla til heimila. Einnig hafa útgjöld vegna þeirra úrræða sem ríkissjóður hefur gripið til vegna jarðhræringa og eldgosa við Grindavík töluverð áhrif á afkomu hins opinbera.“