Verkfræðistofan Lota tapaði 48 milljónum króna í fyrra, samanborið við 89 milljóna hagnað árið 2023. Tekjur jukust lítillega og námu ríflega 1,1 milljarði.
Í ársreikningi segir að tap ársins orsakist af fjárfestingum í innviðum í upphafi árs sem og að tekjuöflun hafi verið undir væntingum fyrri hluta árs. Viðsnúningur hafi þó átt sér stað um mitt ár og verkefnastaða í lok árs var sterk.
Lykiltölur / Lota ehf.
2023 | |||||||
1.106 | |||||||
145 | |||||||
316 | |||||||
89 |
Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu sem kom út 20. ágúst 2025.