Sérfræðingar spá því að tekjur Pfizer muni dragast saman um þriðjung á þessu ári, og nema 70 milljörðum dala.

Pfizer áætlar að sala á Covid bóluefninu og lyfinu Paxlovid sem notað er til meðhöndlunar Covid-sjúklinga muni dragast saman um 62% á milli ára og nema 21,5 milljörðum dala á þessu ári.

Gengi bréfa Pfizer hefur dregist saman um 16% frá byrjun árs. Þá hefur markaðsvirði félagsins lækkað um meira en fjórðung síðan það náði hámarki í lok árs 2021, þegar heimsfaraldurinn stóð sem hæst.