Sam­kvæmt greiningu sem KPMG fram­kvæmdi fyrir Ís­lands­stofu skilaði ferða­þjónusta tengd ráð­stefnu og hvata­ferðum, svo­kölluð MICE ferða­þjónusta, (e. Meetings, Incenti­ves, Conferences, E­vents) tekjum upp á 30 milljarða í fyrra.

Alls sóttu 78.000 ferða­menn landið heim gagn­gert til að sækja við­burði en það nemur um 4,6% af heildar­fjölda er­lendra ferða­manna í fyrra. Tekju­hlut­fall slíkra ferða­manna er þó 9,3%.

Sam­kvæmt út­reikningum KPMG eru tekjur af hverjum ráð­stefnu­gesti hér á landi að meðal­tali 2,1 sinni hærri en af meðal ferða­manni og tekjur af hverjum hvata­ferða­gesti eru 2,7 sinnum hærri en af meðal ferða­manni.

Þá kemur fram í greiningu KPMG að MICE- ferða­þjónusta geti tekið þátt í að draga úr á­hrifum árs­tíðar­sveiflu í ferða­þjónustu, en á­lag­s­punktar slíkrar ferða­þjónustu eru utan hefð­bundinnar háannar ís­lenskrar ferða­þjónustu.

„Þessi greining stað­festir verð­mæti þessa hóps fyrir ís­lenska ferða­þjónustu. Ís­land er í mjög góðri stöðu til þess að sækja í auknum mæli á þennan mark­hóp. Að­stæður til ráð­stefnu­halds hér á Ís­landi hafa batnað mikið á undan­förnum árum þó að þar megi enn þá gera getur. Þetta er hópur sem gerir miklar kröfur um um­hverfis­lega og fé­lags­lega sjálf­bærni, og spurn eftir öruggum á­fanga­stöðum og jaðar­svæðum hefur verið að aukast. Okkar styrkur sést meðal annars á því að fjöldi MICE-verk­efna hér á landi var strax árið 2022 orðinn meiri en fyrir heims­far­aldur en flest okkar ná­granna­lönd okkar gera sér von um að ná þeim árangri 2025 eða 2026,“ segir Lína Petra Þórarins­dóttir, fag­stjóri ferða­þjónustu hjá Ís­lands­stofu.

Að mati KPMG eru tak­markanir á inn­viðum það helsta sem kemur í veg fyrir aukin um­svif MICE ferða­þjónustu.

Þörf sé á auknu fram­boði 4-5 stjörnu gisti­rýma. Þá vanti veitinga­rými fyrir stærri hópa, og þörf sé fyrir breyti­leg sýninga­svæði og við­burða­rými svo eitt­hvað sé nefnt.