Sala H&M á Íslandi á síðasta fjárhagsári, sem lauk í nóvember 2023, nam 3,6 milljörðum króna og jókst um um 8% frá fyrra ári. Hagnaður fataverslanakeðjunnar á Íslandi nam 62,5 milljónum króna samanborið við 59,5 milljónir árið áður.

Sala H&M á Íslandi á síðasta fjárhagsári, sem lauk í nóvember 2023, nam 3,6 milljörðum króna og jókst um um 8% frá fyrra ári. Hagnaður fataverslanakeðjunnar á Íslandi nam 62,5 milljónum króna samanborið við 59,5 milljónir árið áður.

Launakostnaður félagsins nam 918 milljónum króna, samanborið við 835 milljónir árið áður. Ársverkum fjölgaði úr 101 í 104 milli ára.

Eignir íslenska dótturfélagsins námu 929 milljónum króna í lok nóvember síðastliðnum. Eigið fé var 498 milljónir og skuldir voru 609 milljónir.

Fyrsta H&M verslunin á Íslandi opnaði í Smáralind í ágúst 2017. Síðan þá hafa opnað þrjár verslanir til viðbótar í Kringlunni, Hafnartorgi og á Glerártorgi Akureyri.

Lykiltölur / H & M Hennes & Mauritz Ice. ehf

2022-2023 2021-2022
Rekstrartekjur 3.563 3.299
Launakostnaður 918 835
Hagnaður 63 59
Eignir 929 1.045
Eigið fé 498 436
- í milljónum króna