Heildar­tekjur Nova Klúbbsins hf. á fyrstu sex mánuðum ársins jukust um 4,7% frá fyrra ári og námu sam­tals 6,4 milljörðum króna, sam­kvæmt árs­hluta­upp­gjöri fyrir­tækisins.

EBITDA nam 1,9 milljörðum króna saman­borið við 1.6 milljarða á sama tíma­bili í fyrra. EBITDA hlut­fallið var 30,0% á fyrstu sex mánuðum ársins og vex úr 26,9% á fyrra ári. Rekstrar­hagnaður (EBIT) var 872 milljónir króna en var 683 milljónir á sama tíma­bili á fyrra ári og vex þannig um 27,7% milli ára.

Hagnaður Nova á fyrstu sex mánuðum ársins var 280 milljónir króna.

Þjónustu­tekjur Nova námu sam­tals 4,8 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins og vaxa um sam­tals 398 milljónir sem er 9,0% vöxtur á milli ára.

Lykillinn að á­nægju við­skipta­vina er á­nægt starfs­fólk

„Þessi vöxtur skýrist fyrst og fremst af á­fram­haldandi fjölgun við­skipta­vina bæði í far­síma- og net­þjónustu sem og aukningu í reiki­tekjum af ferða­mönnum. Á­fram er góður EBITDA vöxtur á milli ára, og eykst hún um 16,7% frá fyrra ári. Tekjur af vöru­sölu dragast saman um 142 m.kr,“ segir í upp­gjörinu.

„Árið er hálfnað, staðan í hálf­leik er góð og rekstrar­niður­staða annars árs­fjórðungs er sam­kvæmt okkar á­ætlun. Sem fyrr er dansinn takt­fastur, við­skipta­vinum fjölgar á dans­gólfinu og sam­keppnin er mikil um dans­fé­laga sem gerir leikinn enn skemmti­legri. Við viljum halda á­fram að leggja okkur fram við að efna lof­orð okkar um að við­skipta­vinir fái alltaf mest fyrir peninginn hjá Nova, bæði með því að skora á okkur sjálf og sam­keppnina.

Lykillinn að á­nægju við­skipta­vina er á­nægt starfs­fólk og við hjá Nova höfum haft fjöl­breytni liðsins okkar í fyrir­rúmi enda erum við þeirrar skoðunar að það sé for­senda fyrir góðum árangri. Við erum ó­trú­lega stolt af því að hafa verið út­nefnd Fyrir­tæki ársins fjórða árið í röð og verið fyrir­myndar­fyrir­tæki af hálfu VR frá því fyrir­tækið var stofnað.

Nova vill vera fyrst inn í fram­tíðina með snjallar lausnir og hefur verið leiðandi í inn­viða­upp­byggingu far­síma­nets á Ís­landi. Við viljum þannig tryggja besta net­sam­bandið með mikilli af­kasta­getu og góðri upp­lifun not­enda. Upp­bygging 5G er sam­kvæmt á­ætlun og þar ætlum við að halda á­fram mark­vissri upp­byggingu. Við erum gríðar­lega spennt fyrir næstu kyn­slóð 5G, en við erum meðal þeirra fyrstu í Evrópu sem hefja til­raunir á nýrri tækni,” segir Margrét Tryggva­dóttir, skemmtana- og for­stjóri Nova í upp­gjörinu.