Tekjur Rammagerðarinnar ehf. jukust um 630 milljónir króna, eða um 41%, á síðasta ári og námu 2.156 milljónum. Hagnaður fyrirtækisins var þá 76 milljónir króna. Þetta kemur fram í ársuppgjöri Rammagerðarinnar fyrir rekstrarárið 2023.
Félagið rekur nú 8 gjafavöruverslanir með íslenska hönnun en í fyrra var meðal annars gengið frá langtímaleigusamningum að verslunum félagsins, eins í Flugstöð Leifs Eiríkssonar ásamt flaggskipsverslun á Laugavegi 31.
Tekjur Rammagerðarinnar ehf. jukust um 630 milljónir króna, eða um 41%, á síðasta ári og námu 2.156 milljónum. Hagnaður fyrirtækisins var þá 76 milljónir króna. Þetta kemur fram í ársuppgjöri Rammagerðarinnar fyrir rekstrarárið 2023.
Félagið rekur nú 8 gjafavöruverslanir með íslenska hönnun en í fyrra var meðal annars gengið frá langtímaleigusamningum að verslunum félagsins, eins í Flugstöð Leifs Eiríkssonar ásamt flaggskipsverslun á Laugavegi 31.
Eignir félagsins í árslok samkvæmt efnahagsreikningi námu ríflega 896 milljónum króna og nam bókfært eigið fé í árslok 217 milljónir króna. Fjöldi ársverka á síðastliðnu ári voru 57 og hefur þá verið ákveðið að flytja arð félagsins til næsta árs.
„Eftir erfið ár í kórónufaraldrinum er ánægjulegt að sjá félagið aftur vaxa og dafna. Árið í fyrra einkenndist af því að byggja upp innviði félagsins, innleiða nýtt upplýsingakerfi, ganga frá nýjum langtímaleigusamningum og styrkja teymið okkar,“ segir Bjarney Harðardóttir, eigandi Rammagerðarinnar.