Al­vot­ech á­ætlar að heildar­tekjur á öðrum árs­fjórðungi verði á bilinu 196 til 201 milljón Banda­ríkja­dalir eða um 27,1 til 27,8 milljarðar ís­lenskra króna á gengi dagsins. Heildar­tekjur fé­lagsins á fyrri helmingi ársins nema því um 233 – 238 milljónum dala, sem er um það bil tí­földun frá sama tíma­bili í fyrra.

Þetta kemur fram í endur­skoðaðri á­ætlun um rekstrar­niður­stöðu annars árs­fjórðungs og á fyrri helmingi ársins 2024. Um er að ræða met­tekjur á öðrum árs­fjórðungi.

Al­vot­ech á­ætlar að heildar­tekjur á öðrum árs­fjórðungi verði á bilinu 196 til 201 milljón Banda­ríkja­dalir eða um 27,1 til 27,8 milljarðar ís­lenskra króna á gengi dagsins. Heildar­tekjur fé­lagsins á fyrri helmingi ársins nema því um 233 – 238 milljónum dala, sem er um það bil tí­földun frá sama tíma­bili í fyrra.

Þetta kemur fram í endur­skoðaðri á­ætlun um rekstrar­niður­stöðu annars árs­fjórðungs og á fyrri helmingi ársins 2024. Um er að ræða met­tekjur á öðrum árs­fjórðungi.

Al­vot­ech á­ætlar að tekjur af sölu á hlið­stæðunum við Humira og Stelara á al­þjóð­legum mörkuðum voru á bilinu 51–54 milljónir dala á öðrum árs­fjórðungi. Á­ætlaðar sölu­tekjur á fyrri helmingi ársins eru 63–66 milljónir dala, sem er um það bil 180% vöxtur miðað við sama tíma­bil í fyrra.

„Við erum afar á­nægð með þessa á­ætluðu niður­stöðu annars árs­fjórðungs, sem byggir á um­tals­verðum vexti bæði í sölu og á­fanga­greiðslum. Við gerum einnig ráð fyrir metaf­komu af rekstri fé­lagsins, með já­kvæðri leið­réttri EBITDA fram­legð í fyrsta sinn á fjórðungi og árs­helmingi. Við búumst við að þessi niður­staða, og endur­fjár­mögnun fé­lagsins, verði undir­staða vaxtar og já­kvæðrar leið­réttrar EBITDA fram­legðar á árinu í heild,“ segir Róbert Wess­man, stjórnar­for­maður og for­stjóri Al­vot­ech.

Á­ætlaðar á­fanga­greiðslur á öðrum árs­fjórðungi nema 145–147 milljónum dala eða 169–171 milljón dala á fyrri helmingi ársins, sem er einkum vegna já­kvæðrar niður­stöðu úr klínískum rann­sóknum og markaðs­setningu lyfja á nýjum mörkuðum á öðrum árs­fjórðungi.

Al­vot­ech býst við meti í leið­réttri EBITDA fram­legð af rekstri fé­lagsins á öðrum árs­fjórðungi. Á­ætluð leið­rétt EBITDA fram­legð er á bilinu 98 – 103 milljónir dala á öðrum árs­fjórðungi, eða á bilinu 60 – 65 milljónir dala á fyrri helmingi ársins, saman­borið við nei­kvæða 178 milljóna dala leið­rétta EBITDA fram­legð á fyrri helmingi síðasta árs.